Ofbeldi sjálfstæðisflokksins

Þá er það komið enn einu sinni í ljós, að lögreglunni er ekki treystandi, með sjálfstæðisflokkinn við völd. Ástæða þess eru aðfarirnar við þinghúsið í dag. Fólki var ekki leyft að aka fram hjá þinghúsinu. Ætli ástæðan sé að slökkvi og sjúkralið eigi ekki greiða leið um þessi stræti? það er jú ástæðan sem lögreglan hefur gefið vegna afskipta þeirra af mótmælum undanfarna daga. Fólk á vissulega eftir að sjá alvarlegri afskipti lögreglu af mótmælum, ef þau halda áfram. Lögreglan hefur kosið að koma fram sem heilalausir starfskraftar, og hlíða pappírspésanum í dómsmálaráðuneytinu, (Birni Bjarnasyni) alveg í blindni og án þess að hugsa. Sjálfstæðisflokkurinn á áratugasögu um ofbeldi gegn almenningi, og þá er ég ekki að tala um það daglega andlega ofbeldi sem þeir beita. heldur líkamlegar meiðingar. Enda trúa þeir á ofbeldi sem stjórntæki. Það er ótrúlegt hvað lítið er talað um allar þær tilraunir, og framkvæmdir sem þeir hafa staðið fyrir, í þeirri viðleitni að ná sér í vopn gegn almenningi. Hér áður fyrr réðu þeir menn, vopnuðu þá kylfum og öðrum bareflum og létu þá berja á verkalýðshreyfingunni. Svo stofnuðu þeir  leyniþjónustu, og  Síðustu áratugina  hafa þeir  svo vopnað lögregluna með ýmsum hætti, stofnað vísir af her o.sv.frv. Fólki er talið trú um að þetta sé vegna vaxandi hörku glæpagengja, þegar reyndin er, að þeir vita að sá dagur kemur að almenningur í landinu fær nóg af stjórnunarháttum þeirra og fer að mótmæla kröftuglega. Þá er gott að vera búinn að þjálfa menn í að berja á mótmælendum. Ég vona svo sannarlega, þó ég efist vissulega miðað við síðustu kosningar, að fólk sé að opna augun fyrir því hverskonar fólk er í forystu sjálfstæðisflokksins. Þar ríkja sjálfumglaðir, hrokafullir menn, alveg að springa úr frekju. Reyndar á þessi lýsing líka við um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, en hún er líklega ein um það í Samfylkingunni. Þetta var komið í ljós með hana seinni árin sem hún var borgarstjóri og ég er enn hissa á því að samfylkingin hafi kosið hana yfir sig.   

 


Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband