Fall kapitalismans

Það má margt um mig segja, en ekki hélt ég að ég ætti eftir að verða sammála femínistum.

Ég er reyndar alls ekki sammála því að ástandið væri betra þó konur ættu í hlut.Ég hef unnið nokkru sinnum með konu sem yfirmann og aldrei hef ég séð eins mikla ósanngirni og yfirgang.Hitt er rétt að það á að draga þessa stjórnendur bankanna (að mínu mati) glæpamenn til ábyrgðar.Mér virðist þrátt fyrir ofurlaunin og að þeir taka hundruði miljóna út úr fyrirtækjunum til einkanota, að þeir hafi ekki hundsvit á rekstri.Það er alveg sama hverskonar rekstur eða fyrirtæki á í hlut, það eru alltaf sömu grundavallaratriðin sem ber að fylgja.Þetta snýst um að skulda sem minnst, og ef þú skuldar að greiða skuldir þá upp sem fyrst.

Ef þú fjárfestir með lánum, ber þér að greiða það lán upp áður en þú færð meira lánað.Í góðæri notar þú tíman til að búa þig undir mögru árin með því að safna fé.Þú stefnir rekstrinum aldrei í hættu með því að nota sparnað í áhættufjárfestingar.Heldur tekur þú lítinn hluta gróðans, ef nægt fé er til, og notar það í áhættufjárfestingu.

Ég er nokkuð undrandi á því að forsætisráðherra sem er að skila mjög góðum ríkisreksri, skuli tala um að stjórnendur bankana hafi staðið sig vel. Held reyndar að það sé enn ein lýgin frá honum, og ástæðan er að hann hefur enga til að taka við daglegum rekstri bankana, og þurfi því að halda þeim góðum.

Það sést ekki hvort stjórnandi er góður fyrr en á reynir eins og nú.

Í raun er harla lítið mál að stjórna fyrirtæki meðan vel gengur. Það er ekki fyrr en alvöru vandamál, eins og t.d. við göngum í gegnum núna sem það kemur í ljós hver er góður stjórnandi.

Þeir tóku alla þessa peninga út úr fyrirtækjunum vegna þess að þeir töldu sig svo góða stjórnendur. Ætli sé ekki rétt að krefja þá um endurgreiðslu þar sem það hefur komið í ljós að þeir eru algerlega óhæfir 

 


mbl.is Krefjast þess að menn verði dregnir til ábyrgðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband