13.10.2008 | 08:52
Góðærið
Það hefur nú komið óþyrmilega í ljós að góðærið sem sjálfstæðis, og framsóknarflokkurinn sögðust hafa fært okkur, var ekkert góðæri, aðeins auknar skuldir. Ég hef reyndar haldið þessu fram í nokkur ár, en fólk litið á mig eins og ég væri skrítinn þegar ég hef minnst þetta. Það segir sig sjálft að flokkur, eins og sjálfstæðisflokkurin, sem hefur aldrei gert annað en að leiða hörmungar yfir þjóðina, og gerir tilraun til að leiða yfir okkur ónýtt heilbrigðiskerfi, með ameríska heilbrigðiskerfið að leiðarljósi, á ekkert erindi í ríkisstjórn. Nær væri að líta til norðurlandana, þar sem mun heilbrigaðri stjórnmál eru stunduð, þó auðvitað megi margt misjafnt segja um þau líka. stjórnmálamenn virðast að minnsta kosti hugsa um þegnana þar, sem kemur fram á marga vegu. þar þurfa menn að axla ábyrgð, sem stjórnmálamenn fá jú greitt fyrir að gera. Ég hef held ég aldrei séð íslenskan stjórnmálamann axla ábyrgð með uppsögn úr starfi. Það þurfum við þegnarnir þó að gera ef við klúðrum málum. Sem íslenskur þegn, með sjálfstæðisflokkinn í vinnu, segi ég honum hér með upp, vegna vítaverðs gáleysis og kæruleysis í starfi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.