Evrópusambandið

Síðasti fréttamannfundurinn! sem sagt, ''nú skuluð þið hætta þessum óþægilegu spurningum, ykkur kemur ekki við hvað við gerum''.

Ég hef verið mjög á móti aðild að evrópusambandinu. Hef talið að það yrði okkur dýrt að vera þáttakendur í því. Nú sé ég að það er mál sem allir verða að vera sammála um nú, að sækja um aðild, helst fá flýtimeðferð. Það er deginum ljóst, og hefði átt aðvera okkur öllum ljóst fyrir löngu síðan að stjórnmálamönnum á Íslandi er engan vegin treystandi, og skiptir þá engu máli hvar í flokki þeir eru.

Evrópusambandinu er mun betur treystandi til að sjá um öll okkar stóru mál, eins og fiskveiðikvóta, peningamál, landbúnaðarmál, orkumá, o.sv.frv. Það er alveg ljóst að eftir einhvern tíma í nánustu framtíð, mun ríkisstjórnin sem verður þá við völd, úthluta bönkunum aftur til aðila sem verða þeim þóknanlegri en síðustu eigendur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þá má ekki gleyma því að þær þjóðir sem færðu okkur fullveldið, gáfu okkur lýðræðið og hafa leyft okkur að vera sjálfstæð þjóð frá 1944 hafa myndað með sér viðskipta- og efnahagsbandalag sem þær af fúsum og frjálsum vilja eru þátttakendur í. Að það séu einhver endalok sjálfstæðis Íslands að taka þátt í slíku samstarfi er einfaldlega rangt. Þvert á móti mun þátttaka okkar í slíku samstarfi tryggja okkar fullveli og okkar sjálfstæði um ókomin ár.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.10.2008 kl. 17:18

2 Smámynd: Þórhallur

Er alveg sammála þér í því, og í raun gæti lýðræðið orðið virkara þannig. Ég tel að t.d. norðurlandaþjóðirnar hugsi mun betur um þegna sína en íslenskar ríkisstjórnir hafa almennt gert, þó auðvitað megi finna margt að þar eins og annars staðar.

Þórhallur, 10.10.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband