Ósvífinn Björn bjarnason

Það virðist takmarkalaus, ósvífnin sem Björn bjarnason dómsmálaráðerra eys yfir okkur. Ég las einhversstaðar um helgina, þar sem hann sagði að enginn gæti leyst úr þessari krísu íslendinga nema sjálfstæðisflokkurinn. Hvað er að mönnum sem tala svona ? Það er alveg ljóst að það er eitthvað að siðferðinu hjá Birni. sjálfstæðisflokkurinn sem kom okkur í þessa stöðu ásamt framsóknarflokknum, sem er varla til í dag, ber fulla ábyrgð á öllum þeim skuldum sem hellast yfir okkur íslendinga nú. Afleiðing að því að nokkrir menn kunnu ekki að fara með peninga. flokkur sem leyfði mönnum án takmarkana að skuldsetja þjóðina marga áratugi fram í tímann, flokkur sem fannst eðlilegt að menn tækju hundruð miljóna út úr fyrirtækjum til einkanota, flokkur sem fannst eðlilegt að greiða einum manni eingreiðslu upp á þrjúhundruð miljónir, bara svo hann byrjaði að vinna, og síðan 60 miljónir á mánuði í laun. Ástæða þess að við eigum að draga sjálfstæðisflokkinn, til ábyrgðar er auðvitað sú, að það var fyrst og fremst hann sem kom þessu öllu af stað með kröfu um einkavæðingu bankanna, en setti engar leikreglur. Þetta gerir hann algerlega óhæfann sem stjórnarflokk. og eins og venjulega þegar sjálfstæðisflokkurinn fer frá, þurfa einhverjir aðrir að þrífa upp skítinn eftir hann, ásamt almenningi  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband